Siðareglur FHR

Siðareglur FHR

Siðareglur Félags heilbrigðisritara

  1. Heilbrigðisritari rækir störf sín af alúð, samviskusemi, trúmennsku og án þess að fara í manngreiningarálit.
  2. Heilbrigðisritari skal sýna öllum þeim sem hann umgengst vegna starfa sinna virðingu og sinna störfum sínum af árvekni og trúmennsku og í samræmi við faglegar kröfur sem gerðar eru á hverjum tíma.
  3. Heilbrigðisritari vinnur í nánu sambandi við skjólstæðinga og aðstandendur og virðir skoðanir og þarfir þeirra við mismunandi aðstæður.
  4. Heilbrigðisritari leggur ríka áherslu á í starfi sínu að leiðbeina og aðstoða eftir þörfum alla þá er þurfa á aðstoð að halda.
  5. Heilbrigðisritara ber að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni og faglegri færni, eins og kostur gefst.
  6. Heilbrigðisritari gætir virðingar stéttar sinnar innan sem utan vinnustaðar.
  7. Heilbrigðisritari stuðlar að góðu samstarfi innan stéttar sinnar og tekur þátt í félagsstarfi sem vinnur að bættum hag hennar.
  8. Heilbrigðisritari stuðlar að samvinnu við aðrar stéttir innan sem utan vinnustaðar.
  9. Heilbrigðisritari gætir fyllstu þagmælsku um þau mál sem hann kann að verða áskynja um í starfi sínu.
  10. Heilbrigðisritari skal virða þagnarskylduna jafnt í starfi og utan þess.