Býr yfir hæfni til að geta átt samskipti við samstarfsfólk og einstaklinga með ólíkar þarfir,.
Er meðvitaður um mikilvægi þjónustulundar og hefur tileinkað sér fagtengdar siðareglur,
Gætir þagmælsku um atriði er varða þjónustu við notendur og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins.
Kemur fram af fagmennsku gagnvart samstarfsfólki, þekkingu þeirra og störfum og mætir þörfum notenda þjónustu/skjólstæðinga af virðingu.
Starfar ásamt öðrum heilbrigðisstarfsmönnum að sameiginlegum markmiðum heilbrigðisyfirvalda hverju sinni til að bæta heilsu og velferð notenda þjónustunnar.
Þekkir lög og reglugerðir um starfið og starfsvettvanginn og getur veitt almennar upplýsingar er varða þjónustu og/eða úrræði.
Hefur þekkingu á varðveislu upplýsinga og skjalavörslu.
Nýtir sér upplýsingatækni í starfi og kann að nota ýmis sérhæfð forrit sem notuð eru á heilbrigðisstofnunum.
Þekkir verklagsreglur sem varða pantanir og vörustjórnun ásamt reikningshaldi og uppgjöri.
Tekur þátt í teymisvinnu á starfsstöð.
Starfar sjálfstætt, forgangsraðar verkefnum, sýnir frumkvæði og faglegan metnað.
Starfar eftir gæðaviðmiðum/gæðahandbók, þekkir vinnuvernd og öryggisferla á vinnustað og er fær um að veita skyndihjálp ef slys eða óhöpp ber að höndum.
Ber ábyrgð á eigin starfsþróun, er fær um að tileinka sér nýjungar í starfi og hagnýta þá þekkingu í starfi.
Þekkir leiðir til sjálfbærni og umhverfisverndar og fylgir vistvænum viðmiðum í starfi og efnisvali.