Saga

Upphafið 

Upphaf stéttarinnar er frá 1978 er fyrstu ritararnir voru ráðnir á deild 13D hjá Landspítala við Hringbraut. Fyrsta starfsheitið var ritari þá deildarritari síðan hjúkrunarritari. Síðar breyttist starfsheitið í hjúkrunar- og móttökuritara með tilkomu sérstaks náms fyrir tilstuðlan Sigríðar V. Ingimarsdóttur deildaritara og í samvinnu við Starfsgreinaráð og Menntamálaráðuneytið. Námið fer fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla (Heilbrigðisskólanum) og hófst kennsla á árinu 2002.

Þróun námsins

Fyrstu nemendurnir útskrifuðust 2004 en það haust var farið af stað með Brúarnám að tilstuðlan áður nefndra stofnana og í samvinnu við SFR. Heilbrigðisritarabrú er ætluð fullorðnu fólki sem óskar að fá metna starfsreynslu og óformlegt nám til styttingar á námi á heilbrigðisritarabraut. Skilyrði til innritunar í nám á heilbrigðisritarabrú eru að umsækjandi sé orðinn 22 ára gamall og framvísi staðfestingu frá vinnuveitanda um að hann hafi a.m.k. 4 ára starfsreynslu og starfi enn við ritarastörf á heilbrigðissviði. Auk þess þarf viðkomandi að hafa lokið 160 stunda starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga eða stofnana /fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem hafa það að markmiði að auka kunnáttu og færni ritara á heilbrigðissviði. Brúarnámið er nú einungis kennt í fjarnámi og er 33 einingar. Heilbrigðisritarabraut er 80 eininga nám sem kennt er í dagskóla eða í fjarnámi.

Árið 2005 útskrifaðist fyrsti hópurinn, 27 konur, úr Brúarnáminu og í framhaldi ákvað hópurinn að stofna fagfélag sem hlaut nafnið Félag heilbrigðisritara. Stofnfundurinn var 31. maí 2005 og mættu 45 konur á fundinn. FÁ hefur í dag útskrifað 149 heilbrigðisritara (áður hjúkrunar- og móttökuritarar) þar af 72 nemendur úr Brúarnámi.

Félagskonur eru nú um 100 talsins.

Heiðursfélagi FHR nr. I
Sigríður Vala Ingimarsdóttir, heilbrigðisritari var gerð að fyrsta heiðursfélaga FHR á aðalfundi félagsins 2007.


Logo og hátíðarfáni

Samþykkt var lógó fyrir FHR á aðalfundi 2006 en það var hannað af Kristni Sigurðarsyni grafískum hönnuði. Í framhaldi var haft samband við Markó merki sem prentaði fyrir félagið merki og fána. Hafa merkin verið seld á félagsfundum. Borðfáni var t.d. færður SFR að gjöf.

Hátíðarfáni ásamt standi var keyptur 2011.

Stjórn FHR 2016-2017
Stjórn 2014-2015
Stjórn FHR 2014-2016
Stjórn FHR 2012-2014
Stjórn FHR 2012-2014
Stjórn FHR 2010-2011
Stjórn FHR 2010-2011
Stjórn FHR 2009-2010
Stjórn FHR 2009-2010
Stjórn FHR 2008-2009
Stjórn FHR 2008-2009