Frétt

Frétt

Ný stjórn FHR

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags heilbrigðisritara sem haldinn var 4. október síðastliðinni. Stjórnin var kosin til tveggja ára og í henni sitja ...

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags heilbrigðisritara sem haldinn var 4. október síðastliðinni. Stjórnin var kosin til tveggja ára og í henni sitja Braghildur Sif Little Matthísad. sem er formaður, Ásdís Úlfarsdóttir, Fönn Eyþórsdóttir sem er gjaldkeri, Ingveldur Rut Arnmundsdóttir og Hrafnhildur Karó Norðdahl.

Ásdís útskrifaðist sem heilbrigðisritari árið 2018 og hefur unnið sem þjónustufulltrúi og heilbrigðisritari hjá Geðheilsuteymi austur sem heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2019. 

Braghildur útskrifaðist 2011og hefur unnið hjá Landspítala síðan. Vinnur núna á Sjúkraskrá og skaladeild í teymi sem nefnist Afhending og móttaka.

Fönn Eyþórsdóttir útskrifaðist árið 2012 og starfar við skrif á læknaskýrslum fyrir Landspítala í Kópavogi.

Ingveldur Rut útskrifaðist árið 2007 og hefur unnið á Röntgen síðan, sér um innkallanir fyrir Ísótópa og Jáeindaskanna.

Hrafnhildur Karó útskrifaðist árið 2005 og hefur unnið hjá Geðþjónustu (áður Geðsvið) Landspítala, fyrstu 12 árin hjá sviðstjórn/skrifstofu geðsviðs en frá því 2014 hjá Móttökugeðdeild fíknimeðferðar, 32A Hringbraut.

október 26, 2022
johanna