Frétt

Frétt

Gjöf til Konukots

Félag heilbrigðisritara heimsóttu Konukot og gáfu þeim gjöf.

Félag heilbrigðisritara veittu í dag Konukoti fallega blómaskeytingu og veglega gjöf að upphæð 100.000 kr. Brynhildur Jensdóttir forstöðukona Konukots tók á móti hluta af stjórninni og sagði frá starfseminni og sýndi þeim húsnæðið. Á myndinni eru auk Brynhildar, þær Fríða, Braghildur og Fönn úr stjórn FHR.

Einnig bendum við á að aðalfjáröflun Konukots er flóamarkaður sem er opinn alla laugardaga frá 12:00 til 16:00. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Konukots.

desember 18, 2019
sararun