Frétt

Frétt

Ný stjórn kosinn á aðalfundi

Aðalfundur FHR fór fram 12. apríl sl. og var þá kosin ný stjórn. Í stjórn félagsins sátu 5 heilbrigðisritarar en samþykkt var lagabreyting sem fráfarandi stjórn lagði til um að fjölga stjórnarmeðlimum í 7 heilbrigðisritara.

Aðalfundur FHR fór fram 12. apríl 2016 og var þá kosin ný stjórn. Í stjórn félagsins sátu 5 heilbrigðisritarar en samþykkt var lagabreyting sem fráfarandi stjórn lagði til um að fjölga stjórnarmeðlimum í 7 heilbrigðisritara.
Fráfarandi stjórnarmenn eru Guðríður Guðbjartsdóttir, formaður til 11 ára, Anna María Sampsted, varaformaður til 11 ára og Sigríður Ástvaldsdóttir, ritari til 5 ára.
Vill nýja stjórnin þakka fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf. Sérstakar þakkir færum við Guðríði fyrir farsælt og ötult formannsstarf í þágu félagsins.

Í stjórn FHR sitja nú:
Íris Edda Jónsdóttir formaður, Fríða Kristbjörg Steinarsdóttir varaformaður, Aðalheiður Þorkelsdóttir gjaldkeri, Matthildur Birgisdóttir ritari, Ástríður Sigþórsdóttir umsjónarmaður félagatals og heimasíðu, Lovísa Guðmundsdóttir meðstjórnandi og Sigríður Jóhannsdóttir meðstjórnandi

maí 17, 2016
hrafnhildur