Frétt

Frétt

Náms- og kynnisferð til Bristol, Wales og Bath

Vel heppnuð náms- og kynnisferð til Bristol, Wales og Bath. Hittum fyrir yfirmenn sjúkrahúsanna, hjúkrunarfræðinga, lækna og ritara sem vinna sem heilbrigðisritarar og læknaritarar. Þarna kynntumst við námi og störfum ritara sem er mjög fjölbreytt allt frá móttöku sjúklinga, símavörslu að sjúkraskrárritun.

Bæði í Bristol og Wales hittum við frábært fólk, yfirmenn sjúkrahúsanna, hjúkrunarfræðinga, lækna og ritara sem vinna sem heilbrigðisritarar og læknaritarar. Þarna kynntumst við námi og störfum ritara sem er mjög fjölbreytt allt frá móttöku sjúklinga, símavörslu að sjúkraskrárritun. Einnig kynntum við okkar nám og störf og í ljós kom að störfin eru þau sömu og ritarar vinna hér heima. Það sama má segja um námið. Þá fórum við í skoðunarferð um eitt nýjasta og stærsta sjúkrahús í Bristol. Brunel building at Southmead Hospital in North Bristol sem tók til starfa í maí 2014.

Sjá fleiri myndir úr Bristolferð hér.

nóvember 13, 2014
johanna