Frétt

Frétt

Vel heppnuð haustferð FHR í september

Lagt var af stað frá Mjóddinni og keyrt austur fyrir fjall og stoppað á tveimur stöðum hjá Hafliða á Eyrarbakka og í Sveitabúðinni Sóley. Þar var margt að sjá og finna og bauð Sóley okkur inn á heimili sitt en þar biðu okkar nýbakaðar pönnukökur og rjúkandi kaffi og te í boði hússins.

Lagt var af stað frá Mjóddinni og keyrt austur fyrir fjall og stoppað á tveimur stöðum hjá Hafliða á Eyrarbakka og í Sveitabúðinni Sóley . Þar var margt að sjá og finna og bauð Sóley okkur inn á heimili sitt en þar biðu okkar nýbakaðar pönnukökur og rjúkandi kaffi og te í boði hússins.

Komum að Sauðholti 16:30 og þar voru þvílíkar móttökur að annað eins hefur ekki sést . Ostabakkar heimagerð rifsberjasulta, kex, ostapinnar og vínber og ekki má gleyma freyðivíninu. Þetta var bara forréttur síðan var boðið upp á sjóðandi heita kjötsúpu og heimabakað brauð. Rúsínan í pylsuendanum var kaffi og hnallþórur. Við vorum flestar afvelta er við lögðum af stað í bæinn um kl 19:00.

Frábær ferð, 15 konur mættu og var hópurinn samstilltur mjög, mikið hlegið og sagðar gamansögur. Þá færðum við Kristjönu smá þakklætisvott fyrir heimboðið og Iris Edda lét sinn nýja frábæra geisladisk fylgja með. Kæru ferðafélagar takk fyrir yndislegan dag og Kristjana og fjölskylda takk fyrir frábærar móttökur.

Sjá fleiri myndir úr haustferðinni hér.

október 09, 2014
johanna