Frétt

Frétt

Ferð á Snæfellsnes 14 sept. 2013

Komið við á Arnarstapa og Hellnum stoppað á báðum stöðum og staðirnir skoðaðir þó var meira að skoða á Hellnum, mikið og fallegt umhverfi.

Komið við á Arnarstapa og Hellnum stoppað á báðum stöðum og staðirnir skoðaðir þó var meira að skoða á Hellnum, mikið og fallegt umhverfi.

Aðrir staðir sem komið var á voru Írskrar-brunnur, Hólahólar, Rif , Hellissandur, Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. Á Hellissandi var stoppað og tekið upp nesti um hádegisbilið síðan var Sjóminjasafn staðarins skoðað. Hringnum síðan lokað á Vegamótum þar sem borðuð var mjög góð kjötsúpa sem borin var fram með brauði og smjöri. Fararstjórinn bauð upp á rauðvín með matnum sem var í raun í boði Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og einnig boðið After eight með kaffinu.

Ferð þessi var einstaklega vel heppnuð og skemmtileg undir leiðsöngn heimamanns Heiðars Jónssonar snyrtis sem sagði skemmtilega frá mönnum, málefnum og staðháttum.
Söngur undir stjórn Írisar Eddu. 16 félagskonur auk Bjartmars bílstjóra frá Guðmundi Jónassyni og Heiðars.

Veðrið var með besta móti gerði tvær dembur annars bjart og gott. Komið til Reykjavíkur 18:30 eftir frábæran dag.

Sjá myndir úr ferðinni hér.

september 18, 2013
johanna