Frétt

Frétt

Jólafundur 2012

Jólafundur FHR var haldinn 17. nóvember sl. rúmlega 20 konur mættu, en aðsóknin var í slakara lagi. Félagskonur komu með einn rétt hver og varð úr stórfenglegt veisluborð.

Jólafundur FHR var haldinn 17. nóvember sl. rúmlega 20 konur mættu, en aðsóknin var í slakara lagi.

Félagskonur komu með einn rétt hver og varð úr stórfenglegt veisluborð. Það sýndi sig að þarna var á ferð hópur myndarkvenna sem unnu sitt fag. Ingibjörg Reynisdóttir rithöfundurog leikari kom og las úr bók sinni um Gísla frá Uppsölum. Síðan áritaði hún bækur fyrir þær sem vildu. Félagið greiddi fyrir sal,konfekt, gos og kjöt. Allar komu með jólapakka og var skiptst á gjöfum. Allar fóru heim sælar og glaðar um kl. 14:00.

Gaman er að geta þess að á jólafundinum skrifuðu heilbrigðisritarar undir áskorun um að sitjandi formaður héldi formennsku sinni áfram.

nóvember 17, 2012
johanna